Reiðnámskeið í vetur með Atla Guðmundssyni
- Soti
- Sep 24
- 1 min read
Fræðslunefnd auglýsir vikulega reiðtíma með Atla Guðmundssyni í vetur.
Kennt verður alla miðvikudaga frá og með 12 nóvember og verða tímarnir algjörlega sniðnir að þörfum hvers og eins.
Allt frá frumtamningum uppí undirbúning fyrir keppni, þ.m.t. knapamerkjanámskeið.
Knapar geta valið hvort þeir vilji einstaklings, eða para-tíma.
Einstaklingstímar eru 30 min 8.000kr.- per tími
Paratímar eru einnig 30 min 4.000kr.- per knapa per tími
Hægt er að skrá sig í tímana hér: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1yOuDUZbACEFtHv8KSS50I_UrGi2wNp2u-oSEdblHooE/edit?usp=sharing
Fyrsti tíminn er 12 nóvember og hefst kennsla kl. 16:00 í reiðhöllinni
Atli stefnir einnig á að vera með sýnikennslu fyrir Sótafélaga í kringum jólin, jólastemning og gleði: "Þjálfun í byrjun vetrar"
Einnig verða auglýst helgarnámskeið með öðrum kennurum í vetur.
Kveðja
Fræðslunefndin
Comments