Ávarp frá formanni
- Soti

- 14 hours ago
- 1 min read
Góðan daginn allir.
Ég vil byrja á að þakka öllum sem mættu á aðalfund fyrir góða mætingu og góðan fund. Sjaldan hefur gengið jafn vel að fá fólk til að manna nefndir og mikill áhugi hjá fólki að vinna fyrir félagið.
Ný stjórn mun funda strax í næstu viku og skipta með sér verkum og byrja að móta verkefnalista komandi vetrar. Ég hvet allar nefndir til að gera það sama í desember. Eins hvetjum við allar nefndir til að leita til stjórnar ef stjórn getur aðstoðað á einhvern hátt.
Þá vil ég minna á að það styttist í að eigendur þurfi að sækja hesta í beitina á Bessastöðum en það þarf að vera búið fyrir 14.desember
Ég er fullur tilhlökkunar fyrir komandi vetri með ykkur öllum, og að efla starfið með öllu því frábæra fólki sem við eigum.
Með kveðju.
Sigurjón formaður Sóta







Comments