top of page
Search

Skötuveisla Spretts

  • Writer: Soti
    Soti
  • 1 day ago
  • 1 min read

Skötuveisla hestamannafélagsins Spretts fer fram á Þorláksmessu frá klukkan 11:30-14:00 í veislusal Spretts í Samskipahöllinni.


Verð er 6.900kr. Boðið verður upp á kæsta skötu, tindabikkju, saltfisk, kartöflur, rófur, rúgbrauð, hamsatólg og íslenskt brauð. Einnig verður hægt að kaupa fljótandi veitingar.


Veislustjóri verður Gunnar Gunnsteinsson og ljúfir tónar verða spilaðir af Pálma Sigurhjartarsyni. Ræðumaður verður enginn annar en Hermann Árnason hestamaður og vatnagarpur. Sprettskórinn tekur lagið. 


Það verður söngur og gleði, góður matur og frábær félagsskapur. Mikilvægt er að panta borð þar sem takmarkaður sætafjöldi er í boði. Borðapantanir fara fram á sprettur@sprettur.is.


Sjáum vonandi sem flesta í Samskipahöllinni.


ree

 
 
 

Comments


  • Facebook
  • Instagram
  • Youtube

Mýrakot 225 Álftanes

Höfundaréttur 2024 Hestamannafélagið Sóti

bottom of page