Aðalfundur 3. desember
- Soti

- Nov 18
- 2 min read
Updated: Nov 19
Aðalfundur Sóta verður haldin í félagsheimilinu, miðvikudaginn 3. desember 2025 kl. 20:00
Á dagskrá eru venjulega aðalfundarstörf :
Stjórn leggur fram yfirlitsskýrslu um störf félagsins á árinu.
Framlagðir til samþykktar skoðaðir reikningar félagsins fyrir umliðið ár.
Kosning formanns, stjórnar og varastjórnar
Kosning skoðunarmanns og annars til vara
Kosning í nefndir sem aðalfundur ákveður að skuli starfa á vegum félagsins.
Kosning fulltrúa á þing þeirra sambanda sem félagið er aðili að.Kosningaréttur og kjörgengi í þessu tilviki er bundinn við félagsmenn 16 ára og eldri
Ákvörðun um árgjald félaga.
Önnur mál er félagið varðar.
Stjórn Sóta leggur til eftirtaldar lagabreytingar:
Félagsmenn geta allir orðið er áhuga hafa á hestum og eru reiðubúnir að hlíta samþykktum félagsins. Umsókn skal vera skrifleg og leggjast fyrir stjórn, sem tekur ákvörðun um hvort umsækjandi fái inngöngu í félagið.
Verður:
Félagsmenn geta allir orðið sem áhuga hafa á hestum og eru reiðubúnir að hlíta samþykktum félagsins. Hægt er að sækja um inngöngu í félagið á heimasíðu Sóta eða senda tölvupóst á stjorn@soti.is Stjórnin skráir inn nýja félagsmenn og skulu þeir öðlast full réttindi frá þeim tíma er stjórn hefur yfirfarið umsóknina og félagsgjald hefur verið greitt.
Á dagskrá eru venjulega aðalfundarstörf :
Stjórn leggur fram yfirlitsskýrslu um störf félagsins á árinu.
Framlagðir til samþykktar skoðaðir reikningar félagsins fyrir umliðið ár.
Kosning formanns, stjórnar og varastjórnar
Kosning skoðunarmanns og annars til vara
Kosning um tillögu að lagabreytingu
Kosning í nefndir sem aðalfundur ákveður að skuli starfa á vegum félagsins.
Kosning fulltrúa á þing þeirra sambanda sem félagið er aðili að.Kosningaréttur og kjörgengi í þessu tilviki er bundinn við félagsmenn 16 ára og eldri
Ákvörðun um árgjald félaga.
Önnur mál er félagið varðar.
Bætt verður við 5 grein: Framboð, til stjórnarsetu skal skilað til stjórnar félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem eru í skilum með félagsgjöld.
Minnum formenn nefnda á að skila skýrslu um liðið starfsár, helst fyrir fundinn, sent á stjorn@soti.is
Léttar veitingar í boði
Við viljum hvetja félagsmenn til að taka þátt í nefndum félagsins og eru laus sæti í öllum nefndum
Hér getur þú óskað eftir í hvaða nefnd þig langar að starfa: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeRHwCKvzX2IxKdwggwx704N_LGvCgncTMBa215T1KOz4pqAw/viewform?usp=preview
Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta
Kveðja
Stjórn Sóta







Comments