Endurbætur á útivistarstíg í Bessastaðanesi
- Soti
- 2 days ago
- 2 min read
Updated: 17 hours ago
Reiðveganefnd hefur í vetur unnið að því að fá leyfi hjá Samstarfsnefnd um málefni friðlandsins í Bessataðanesi til þess að bera efni í stíga á Bessastaðanesi sem skilgreindir eru sem útivistarstígar í Aðalskipulagi Garðabæjar.
Farin var vettvangsferð þann 20. mars 2025 og aðstæður skoðaðar með fulltrúa frá Náttúruverndarstofnun og Forsetaembættinu. Ákveðið var í kjölfarið að í fyrstu lotu myndi framkvæmdin ná til svæðis sem liggur frá Skansinum að hliði vð göngustíg á Bessastöðum en sækja mætti um leyfi til að lagfæra stíga á Bessastöðum síðar ef vel tækist til.
Við skoðun á staðnum kom í ljós að á löngum kafla við sitthvort endann hafa myndast tvöföld hjólför sem eru nokkuð djúp og er stígurinn jafnframt grýttur á þessum stað. Lagt var upp með að farið yrði með traktórsgröfu og leiðin grjóthreinsuð og slétt. Í kjölfarið yrðimoldarblönduð möl sett um 10 cm. yfirlag þar sem þessi viðgerð á sér stað.
Í svari samstarfsnefndarinnar var gefið leyfi til að bera í 400 metra kafla út frá Skansinum þar sem hjólför voru hvað dýpst. Verkinu sem unnið var að Allt fyrir garðinn, var lokið í júní og er vonandi að félagsmenn kunni að meta þessa framkvæmd. Kostnaður var 800 þúsund sem nemur reiðvegafé ársins. Stefnt er að því að sækja aftur um leyfi í haust til að bera í þann hluta leiðarinnar að hliðinu á Bessatöðum sem er hvað grafnastur og er vonast til að mótframlag fáist frá Garðabæ til að greiða þann hluta.
Þess má geta að stjórn sóta sendi inn athugasemdir við verkefnalýsingu á Stígakerfi Garðabæjar og í framhaldi voru gerðar breytingar á legu stíga á Bessastöðum og gerð tillaga að hringleið á Bessastaðanesi með sjónum sem vonandi fæst leyfi í framtíðinni til að bera reiðvegaefni í.
12. ágúst.
Reiðveganefnd Sóta.
Comments