Kynning á Horse Day appinu
- Soti
- Jan 13
- 1 min read
Updated: Jan 18
Fimmtudaginn 23 janúar kl. 19:00 býður fræðslunefnd uppá kynningu um Horse Day appið. Einn af stofnendum appsins mun koma og halda kynningu á hvernig er hægt að nota appið og nýta sér það sem best í öllum okkar athöfnum með hestunum okkar.
Frábært tækifæri fyrir Sóta félaga! Kynningin tekur um það bil klukkustund en eftir kynninguna verður hægt að fylgjast með fjórgangi meistaradeildar í beinni útsendingu.
HorseDay er app þróað sérstaklega fyrir eigendur íslenska hestsins. Forritið hjálpar notandanum að fylgjast með, geyma og almennt að halda utanum allt sem hestamennskuna varðar.
Hvenær: Fimmtudaginn 23 janúar
Kl: 19:00
Hvar: Félagsheimili Sóta
Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta!

Comments